Pizza Chorizo

Pepperoni-pylsurnar eru vinsælar á pizzur en það má nota margt annað. Spænskar chorizo-pylsur, sem fást nú í flestum stórmörkuðum, eru til dæmis tilvaldar sem pizzuálegg og gefa bökunum svolítið öðruvísi blæ.

Hráefni

 • 1 skammtur pizzudeig
 • tómatapassata/tómatasósa
 • 1 bréf chorizo
 • 1 dós „Ítalía“ kirsuberjatómatar í kryddolíu
 • 2 pakkar af heilum mozzarella
 • basilblöð

Aðferð

 1. Fletjið deigið út og penslið með ólívuolíunni sem kirsuberjatómatarnir eru geymdir í.
 2. Dreifið tómatasósunni yfir í þunnu lagi.
 3. Dreifið niðursneiddri chorizo-pylsunni yfir og því næst tómötunum.
 4. Skerið mozzarellakúlurnar í hálfs til eins sentimetra sneiðar og dreifið þeim um pizzuna.
 5. Bakið á pizzusteini á grilli eða í 225 gráðu heitum ofni þar til botninn er bakaður og osturinn bráðnaður.
 6. Sáldrið niðursneiddum basilblöðum yfir áður en pizzan er borin fram.
Deila.