Drostdy Hof Chardonnay 2009

Vínin frá Drostdy Hof í Suður-Afríku hafa löngum verið með öruggari kaupum í ódýrari verðflokkum en þetta Chardonnay er með þeim betri sem frá þeim hefur komið. Það var eitt suður-afrísku vínanna sem hlaut gullverðlaun á alþjóðlegu vínsmökkunarkeppninni Concours Mondial – og skaut þar mörgum dýrari vínum ref fyrir rass –  en Suður-Afríkumenn voru afskaplega stoltir yfir að fá fleiri verðlaun í þessari smökkun en Ástralir í fyrsta skipti.

Drostdy Hof Chardonnay 2009 er líka svona dæmigert Nýjaheims Chardonnay sem manni getur varla annað en líkað við. Sólríkt með sætum sítrusávexti og hitabeltisávexti, ananas og apríkósum í nefi. Hæfilega eikað og hæfilega sætt auk þess sem 14% áfengi gefur því töluverða þyngt í munni.

1.599 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.