Osborne Artista Tinto 2009

Osborne er líklega þekktast fyrir nautið – Toro de Osborne – sem er merki fyrirtækisins og má víða sjá risavaxin slík þegar keyrt er um sveitir Spánar. Meginframleiðsla Osborne hefur löngum verið sérrí og brandí en Osborne-fjölskyldan hefur á síðastliðnum áratugum verið að færa sig í auknum mæli í framleiðslu rauðvína og hvítvína.

Hið rauða Osborne Artista er úr ódýrari línu Osborne, blanda þriggja þrúgna: Cabernet Sauvignon, Tempranillo og Petit Verdot. Ungt, skarpt í byrjun en mýkist hratt. Skógarber og jarðarber í nefi, milt og léttkryddað. Ágætis ódýrt borðvín.

1.499 krónur. Einnig selt í þriggja lítra kössum sem kosta 5.299 krónur eða sem samsvarar tæplega 1.325 krónum á 75 cl. flösku.

 

Deila.