Lamadoro Primitivo 5l kassi

Kassavínin vinsælu eða vínbeljurnar eru yfirleitt þrír lítrar. Þessi suður-ítalska belja frá Púglíu er hins vegar hvorki meira né minna en fimm lítrar.

Vínin frá Lamadoro komu fyrst hér á markað síðastliðið haust og hafa verið með betri kaupum í vínbúðunum. Þetta kassavín er þar engin undantekning, þegar höfð er hliðsjón af verði.

Dökkur berja-, plómu- og sveskjusafi í nefi, ávaxtaríkt með heitum krydduðum, þurrkuðum keim í lokin. Ekki stórt en með hreinræktuð suður-ítölsk einkenni.

7.995 krónur fyrir fimm lítra eða sem samsvarar 1.199 krónur á 75 cl. flösku. Mjög góð kaup sem tryggir vínin þriðju stjörnuna.

 

Deila.