Francois Allaines Hautes Cotes de Beaune 2006

Hautes Cotes de Beune er svæði í hæðunum vestur og suður af þorpinu Beaune í miðhluta Búrgunds og handan hins þekkta svæðis Cotes de Beaune. Um tuttugu þorp sameinast um þessa „appelation“ og yfirleitt eru þetta ágætis vín á góðu verði, mun ódýrari en vínin frá þekktari svæðum Beaune.

Francois d’Allaines Hautes Cotes de Beaune er snotur og töluvert eikaður Hautes Cotes de Beaune. Reykur og skógarber í nefi, enn nokkuð hart og tannískt en eftir því sem vínið er opið lengur mýkist það og kryddaður berjaávöxtur smýgur fram fyrir eikina. Líkt og önnur rauð Búrgundarvín er þetta hreint Pinot Noir.

2.999 krónur.

 

 

Deila.