Spy Valley Sauvignon Blanc 2009

Vínhúsið Spy Valley hefur verið með þeim mest spennandi á Nýja Sjálandi síðustu misserin. Í byrjun hét vínhúsið Johnson Estate enda stofnað af þeim Bryan og Jan Johnson árið 1993. Árið 2000 breyttu þau hins vegar nafninu í Spy Valley og er nafnið tilkomið vegna njósnastöðvar Bandaríkjamanna, sem er hluti af Echelon-kerfinu, í Wairau dalnum.

Sauvignon Blanc hefur alla tíð verið lykilþrúga á Nýja Sjálandi og hvítvínið Spy Valley Sauvignon Blanc 2009 svíkur engan unnanda nýsjálenska stílsins.  Sætur, þroskaður sítrus, ekki síst greipávöxtur en einnig lime, ananas, ástarldin og apríkósur. Vínið er skarpt og beitt sem hnífsblað en á sama tíma unaðslega seiðandi og flott. Dúndúrvín.

2.190 krónur. Frábær kaup.

 

Deila.