Chapoutier Belleruche Cotes du Rhone 2008

Belleruche frá Chapoutier er eitt af öruggustu kaupunum í Cotes du Rhone-vínum enda frá hörkuframeiðanda.Vínin frá Chapoutier eru þar að auki lífræn þótt ekki sé verið að flagga því sérstaklega. Michel Chapoutier, sem tók við fjölskyldufyrirtækinu við upphaf síðasta áratugar, ákvað einfaldlega að hann ætlaði ekki að nota neitt annað en náttúruna sjálfa við framleiðsluna.

2008 árgangurinn af Belleruche Cotes du Rhone kemur auðvitað beint á eftir ofurárganginum 2007. Það stendur hins vegar alveg á sínu. Þroskuð kirsuber og sólber í bland við krydd og malbik í nefi. Hreint og beint, þétt í munni. Þrusu matarvín.

2.399 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.