Peter Lehmann Layers 2008

Rauða Layers-vínið frá Lehmann er frá Barossa í Suður-Ástralíu líkt og önnur vín þessa framleiðanda en um er að ræða ódýrari línu en hin hefðbundnu Barossa-vín hans.

Þetta er sannkallaður berkjakokkteil, blandan samanstendur af fimm þrúgum: Shiraz, Mourvédre, Grenache, Carignan og Tempranillo. Allar nema sú síðastnefnda áberandi í Suður-Frakklandi.

Krydduð og þurrkuð angan í nefi , lakkrís og sveskjur, smá reykur. Sveskjurnar áfram áberandi í munni ásamt ólívum, þurrt og tannískt.

2.298 krónur.

 

Deila.