Baron de Ley Reserva 2005

Vínhúsið Baron de Ley í Rioja á Spáni er ungt vínhús, stofnað 1985. Það er staðsett í Mendavia, syðst í Rioja rétt við Navarra. Þetta er „nýbylgju“ Rioja þar sem ekki síður er horft til hefða í Bordeaux við vínrækt og víngerð en hinna hefðbundnu Rioja-vína.

Baron de Ley Reserva 2005 er hörkuvín, í senn kraftmikið og fínlegt, með keim af púðursykri, vanillu og nokkuð kryddað, þarna má greina vott af kanilstöngum. Þykkt og kraftmikið í munni, fókuserað og rismikið með silkimjúkum tannínum.

Vín fyrir góðar nautasteikur og lamb.

2.549 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.