Kientz Brut

Alsace í Frakklandi er þekktast fyrir hvítvínin sín en þar eru einnig gerð freyðivín sem geta verið hreinasta afbragð. Þau eru kölluð Crémant d’Alsace og þau bestu eru gerð með sömu aðferðum og kampavín.

Kientz Crémant d’Alsace Brut er eitt þeirra en það er framleitt af Kientz-fjölskyldunni sem hefur rekið vínhús í þorpinu Blienschwiller frá árinu 1696. Þetta er toppfreyðivín. Þroskuð gul og græn epli í nefi, ferskt og skarpt, freyðir þægilega, mjög  þurrt.

2.799 krónur.

 

Deila.