Baroncini Vino Nobile di Monepulciano Fontellera 2007

Baroncini fjölskyldan kemur frá einhverjum fallegasta bæ Toskanahéraðsins á Ítalíu. San Gimignano er auðþekkjanlegur bær úr fjarska vegna turnanna sem rísa upp úr þorpinu. Þeir voru alls 72 á miðöldum en 15 þeirra standa enn.

Þarna stofnaði Baroncini-fjölskyldan vínhús sitt fyrir rúmum fimm öldum og hefur það gengið í erfðir í beinan karllegg alla tíð síðan.

Vínin frá Montepulciano eru úr þrúgunni Prugnolo Gentile sem er í raun ekkert annað en góðkunninginn Sangiovese þótt hann beri þarna annað nafn.

Þetta er þykkt og safaríkt Toskana-vín með ferskri, hressilegri sýru í bland við þykkan, þroskaðan kirsuberjaávöxt. Kryddað, nokkuð eikað með stífum tannínum. Ágætis matarvín.

1.999 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.