Caldora Montepulciano d Abruzzo 2009

Montepulciano d’Abruzzo er heiti vína úr þrúgunni Montepulciano sem framleidd eru í héraðinu Abruzzo, í þessu tilviki af Caldora, einu stærsta vínsamlagi svæðisins. Þess má geta að engin skyldleiki er á milli þrúgunnar og samnefnds þorps í Toskana þar sem menn kalla vín þorpsins Vino Nobile di Montepulciano en þau eru þó úr Sangiovese þrúgunni.

Caldora Montepulciano d’Abruzzo er kröftugt og einfalt vín, sólber og plómur, nokkuð kryddað með vanillu úr eikinni og skörpum tannínum í munni. Ítalskt matarvín fyrir pastarétti með bragðmiklum sósum og grilluðu kjöti

1.650 krónur. Mjög góð kaup.

 

 

Deila.