Eagle Crest Shiraz Cabernet Sauvignon 2008

Swartland í Suður-Afríku er svæði sem við höfum ekki séð mikið af hér á landi til þessa. Þetta víngerðarhérað er í um 50 kílómetra fjarlægð norður af Höfðaborg, heitt og þurrt. Swartland Winery er vínsamlag fimmtán býla sem hóf rekstur árið 1948 og er nú orðinn stór og mikill framleiðandi.

Eagle Crest Shiraz Cabernet Sauvignon 2008 er dökkt, angan í fyrstu sprittuð og sæt með krækiberjum, sólberjum og kryddum en sedrusviður bætist svo við. Þykkt og áfengt, heitt og langt. Það borgar sig að umhella víninu stuttu áður en það er borið fram.

2.289 krónur.

 

Deila.