Kjúklingur Chkmeruli

Þessi kjúklingauppskrift kemur frá Georgíu. Þar líkt og annars staðar við Svartahafið eru valhnetur mikið notaðar við matreiðslu eins og þessi réttur ber með sér.

Hráefni

 • 1 stór kjúklingur, skorinn í bita
 • 2 msk smjör
 • 1 msk olía
 • 12 hvítlauksgeirar
 • 2 dl valhnetukjarnar
 • 2 dl vatn
 • salt og pipar

Aðferð

 1. Kryddið kjúklingabitana með salti og pipar
 2. Hitið olíu og smjör saman á stórri pönnu og steikið kjúklingabitana í tíu mínútur á hvorri hlið á miðlungshita. Setjið lok á pönnuna og látið krauma í 20 mínútur í viðbót eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
 3. Maukið saman hvítlauknum og valhnetunum í matvinnsluvél.
 4. Setjið kjúklingabitana á fat og haldið heitum.
 5. Setjið hvítlauks- og hnetumaukið á pönnuna ásamt vatninu. Saltið og látið krauma í um fimm mínútur.
 6. Bætið kjúklingabitunum aftur út á pönnuna og veltið þeim upp úr sósunni þar til þeir eru orðnir heitir.
 7. Berið strax fram.
Deila.