Sanvito Sicilia Fiano 2009

Það er því miður ekki eins mikið um suður-ítölsk vín í hillunum og fyrir nokkrum árum, sem er synd. Sikileysku vínin eru oft glettilega góð og þá ekki síst hvítvínin.

Þetta hvítvín úr Fiano-þrúgunni frá Sanvito er eitt þeirra, ungt, ferskt og bjart með þægilegum suðrænum ávexti. Ilmur þess einkennist af stöppuðum banönum, ananas og ferskjum. Í munni þurrt, ferskt og míneralískt. Ódýrt og einfalt en engu að síður stílhreint og þægilegt. Minnir á sumar við Miðjarðarhafið.

1.394 krónur. Mjög góð kaup og verðið togar vínið upp í fjórðu stjörnuna.

 

Deila.