Þrúgan Chenin Blanc er frönsk að uppruna og er þar fyrst og fremst ræktuð í héraðinu Loire, m.a í Vouvray og Anjou. Það eru hins vegar líklegra að neytendur rekist á hana í suður-afrískri útgáfu. Chenin Blanc, sem einnig er kölluð Steen í Suður-Afríku, er útbreiddasta þrúgan þar í landi.
Talið er að Chenin Blanc hafi verið ræktuð í Suður-Afríku allt frá upphafi vínræktar þar á sautjándu öld en hér er hún hins vegar í nútímalegri útgáfu. Obikwa Chenin Blanc, er bjart og svolítið sætt, með ferskum, sætum eplum og perum í nefi. Ágætis fylling í munni og mild sýra. Vel gert vín fyrir þetta verð.
1.399 krónur. Mjög góð kaup.