Það segir ákveðna sögu að þetta vín heiti Pinot Gris. Það er þýskt og hið þýska nafn þrúgunnar er Grauer Spatburgunder. Þetta er hins vegar greinilega vín sem er framleitt í stíl sem á að vera meira alþjóðlegur en þýskur enda bjóða aðstæður í Baden, syðsta vínræktarhéraði Þýskalands upp á að menn leiki sér með stíla.
Þetta er þykkt vín með töluverðri sætu í nefi og áfram í ávexti í munni, þroskaðar kantalópumelónur og tyggjókúlur einkenna angan, í munni hunangskenndur ávöxtur með þroskuðum gulum eplum
1.699 krónur.