Deinhard Pinot Gris 2009

Það segir ákveðna sögu að þetta vín heiti Pinot Gris. Það er þýskt og hið þýska nafn þrúgunnar er Grauer Spatburgunder. Þetta er hins vegar greinilega vín sem er framleitt í stíl sem á að vera meira alþjóðlegur en þýskur enda bjóða aðstæður í Baden, syðsta vínræktarhéraði Þýskalands upp á að menn leiki sér með stíla.

Þetta er þykkt vín með töluverðri sætu í nefi og áfram í ávexti í munni, þroskaðar kantalópumelónur og tyggjókúlur einkenna angan, í munni hunangskenndur ávöxtur með þroskuðum gulum eplum

1.699 krónur.

 

Deila.