Kientz Sylvaner Blienschwiller 2008

Kientz-fjölskyldan frá þorpinu Blienschwiller er nýjasta viðbót Alsace-vína í vínbúðunum.Blienschwiller liggur nokkurn veginn mitt á milli borganna Strassborgar og Colmar og er því í hjarta vínræktarsvæðisins

Þetta Sylvaner-vín er einmitt kennt við þorpið Blienscwhiller. Sylvaner er fyrst og fremst ræktuð í Þýskalandi og Norður-Frakklandi og nær sjaldan sömu hæðum og t.d. Riesling-vín af sömu slóðum.

Þetta vín er dæmigert fyrir ágætan Sylvaner, það er ferskt, þurrt og míneralískt en að sama skapi nokkuð hlutlaus. Mild angan af sítrónu og vínberjum, svolítið grösugt. Vín fyrir skelfisk eða til að drekka vel kælt eitt og sér t.d. sem fordrykk.

2.190 krónur.

 

Deila.