Kasaura Montepulciano 2008

Þetta vín frá Montepulciano ber ekki mikið yfir sér, flaskan gefur til kynna að um frekar ódýrt vín sé að ræða og verðmiðinn staðfestir það.

Það er hins vegar ekkert ódýrt við vínið þegar í glasið er komið. Þetta er hörkuvín, dökkt með þéttum og þroskuðum, dökkum berja- og plómuávexti, kryddað, með vott af reyk og brenndum kaffibaunum. Langt og endingargott.

Montepulciano-vínin frá Abruzzo eru oft með betri kaupum sem hægt er að gera í ítölskum vínum og þetta vín er svo sannarlega til marks um það.

1.699 krónur. Mjög góð kaup.

 

 

Deila.