Þetta eru amerískir kanilsnúðar eins og þeir gerast bestir. Ekta Cinnabon. Galdurinn er að gefa deiginu góðan tíma til að lyfta sér, nota púðursykur í fyllinguna og rjómaost í kremið.
Deigið
- 1 bréf þurrger
- 1 bolli mjólk, volg
- 1/2 bolli sykur
- 1/3 bolli smjör
- 4 bollar hveiti
- 2 egg
- 1 tsk salt
Fylling
- 1 bolli púðursykur
- 1/3 bolli smjör
- 2 1/2 msk kanill
Kremið
- 8 msk smjör (110 grömm)
- 1 1/2 bolli flórsykur
- 1/4 bolli rjómaostur
- 1/2 tsk vanilludropar
- 1/8 tsk salt
Aðferð:
- Hitið ofninn í 200 gráður.
- Leysið gerið upp í volgri mjólkinni. Hrærið smjöri, hveiti, sykri, eggjum og salti saman við. Hnoðið deigið í stóra kúlu. Sáldrið hveiti yfir og geymið undir viskustykki í nokkrar klukkustundir.
- Hnoðið deigið og fletjið út.
- Bræðið smjörið sem á að fara í fyllinguna. Blandið saman púðursykri og kanil.
- Smyrjið deigið með bráðnu smjörinu og sáldrið síðan púðursykurs/kanilblöndunni yfir.
- Rúllið deiginu upp á breiðari hliðinni. Skerið rúlluna niður í bita og raðið snúðunum á bökunarplötu.
- Bakið í 10 minútur.
- Þeytið saman flórsykur, rjómaost, smjör, vanilludropa og salt.
- Takið snúðana úr ofninum. Smyrjið kreminu á snúðana á meðan þeir eru enn heitir.