Kóríander kjúklingur

Það er léttur mexíkóskur fílíngur í þessari uppskrift en kóríander mikið notaður í mexíkóskri matargerð.

  • 4 kjúklingabringur, skinnlausar
  • 1 límóna, safinn pressaður
  • 1/2 búnt kóríander, saxað fínt
  • 2 msk ólívuolía
  • 1 msk hunang
  • salt og pipar

Blandið saman lime-safanum, olíunni, kóríander, hunangi, salti og pipar. Veltið bringunum vel upp úr kryddleginum og látið þær marinerast í að minnsta kosti klukkustund, helst lengur.

Steikið á pönnu eða grillið. Bringurnar þurfa um það bil 5 mínútur á hvorri hlið.

Berið fram með til dæmis salsa, tortillas eða maísbrauði og guacamole.

 

 

Deila.