Bazhe – Georgískur kjúklingur

Bazhe er klassísk georgísk sósa þar sem valhnetur eru aldrei þessu vant í aðalhlutverki. Bazhe er borin fram með kjúklingi

  • 1 stór kjúklingur
  • 3 dl valhnetukjarnar
  • 1,5 dl sjóðandi vatn
  • 5 hvítlauksgeirar
  • 1 msk vínedik
  • 1 tsk turmerik
  • 1 tsk kóríanderkrydd
  • 1/2 tsk paprikukrydd
  • cayennepipar

Aðferð

Smyrjið kjúklinginn með smjöri eða olíu. Saltið og piprið og bakið í ofni þar til hann er fulleldaður. Látið hann kólna og skerið síðan kjötið af honum og setjið í fallega skál eða á fat.

Maukið hneturnar í matvinnsluvél
Maukið hvítlauknum saman við.
Setjið í skál, hellið sjóðandi vatninu út í og pískið saman.
Pískið kryddunum og edikinu saman við.
Látið sósuna standa í nokkrar klukkustundir áður en hún er notuð þannig að brögðin blandist vel saman.

Hellið Bazhe-sósunni yfir kjötið og berið fram.

Deila.