Eggaldin með hnetumauki

Þetta georgíska salat er gott meðlæti með máltíð.

 • 1 stórt eggaldin
 • 1 laukur, fínsaxaður
 • 2 msk ólífuolía
 • 1 dl valhnetukjarnar
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 2 dl fínsaxaður kóríander og steinselja
 • 1/2 tsk kóríanderkrydd
 • 1/2 tsk turmerik
 • 1/2 tsk fenugreek
 • 1/4 tsk cayennepipar
 • 1 msk vínedik
 • salt

Hitið ofninn í 225 gráður.
Skerið eggaldinið í tvennt á lengdina. Saltið í sárið og látið standa í hálftíma. Skolið þá aldinið vel og þurrkið.
Penslið með olíu og bakið í 20 mínútur. Látið skurðhliðina snúa niður.
Steikið laukin þar til að hann er orðinn mjúkur og gullinn á lit. Geymið.
Maukið valhnetukjarnanna, hvítlaukinn og kryddin saman í matvinnsluvél.
Setjið maukið í skál og bætið lauknum saman við.
Bætið söxuðu kryddjurtunum saman við ásamt edikinu.
Leyfið eggaldininu að kólna. Afhýðið þá og skerið í bita.
Blandið saman við hnetumaukið.
Kælið að stofuhita áður en borið er fram.

Deila.