Bouchard Pére Pouilly Fuisse 2008

Pouilly-Fuissé eru hvítvín frá suðurhluta Bourgogne í Mið-Frakklandi og þótt það sé ekki tekið fram eru þetta hreinræktuð Chardonnay-vín.

Þetta er afskaplega flott eintak.Feitt og þykkt með djúpum, þurrkuðum, sætum ávexti, perum og fíkjum. Sýrumikið og ferskt en jafnframt þykkt og og svolítið feitt. Glæsilegt vín.

3.530 krónur. Góð kaup.

 

 

 

Deila.