Risarækjur með mangó og kókos

Þetta er ferskur og suðrænn réttur sem hentar mjög vel sem sumarlegur forréttur.

  • 16-20 risarækjur
  • 1 kókoshneta
  • 1 þroskaður mangó
  • 2 lime
  • 1 grænn chilibelgur
  • 1 lítil dós Cream of Coconut

Opnið kókoshnetuna með því að stinga fyrst á dældirnar eða „augun“ á öðrum endanum, yfirleitt eru þær tvær til þrjár. Auðveldast er að gera það með því að rekja nagla ofan í dældirnar. Látið vatnið leka úr hnetunni í gegnum götin sem myndast, vefjið næst klút utan um hnetuna og brjótið hana með hamri.

Hreinsið hvítt ávaxtakjötið innan úr hnetunni, best er að skrapa það með litlum hníf. Eftir því sem hnetan er ferskari er innvolsið mýkra.

Saxið kókosinn.

Flysjið mangóinn og saxið ávaxtakjötið.

Saxið chilibelginn.

Pressið safan úr límónunum.

Blandið saman söxuðum kókos, mangó og chili við límónusafann og kókosrjómann.

Steikið rækjurnar í um 2-3 mínútur á hvorri hlið. Saltið og piprið. Berið fram ásamt ávöxtunum.

 

Deila.