A Mano Fiano-Greco 2010

Það er um hálfur áratugur frá því að þau Marc og Elvezia hjá A Mano kynntu fyrsta hvítvínið sitt. Það er gert úr tveimur suður-ítölskum þrúgum, annars vegar Fiano og hins vegar Greco di Tufo en báðar hafa þær verið ræktaðar á þessum slóðum (Púglíu) ekki um aldabil heldur árþúsundabil.

Vínið er ungt, mjög ljóst á lit og angan þess einkennist í senn af blómum, rósum, og hins vegar ferskri ávaxtaangan, ferskjum og apríkósum, smá perum. Í munni hefur það ágæta þykkt og mikinn ferskleika.

1.699 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.