Birkir og Björk

Birkir og Björk eru nýr íslenskur snaps og líkjör sem þróuð hafa verið af Foss Distillery. Bæði Björk og Birkir byggja á íslensku birki en það er Ólafur Örn Ólafsson á Dill í Norræna húsinu sem hefur verið helsti hvatamaðurinn á bak við þau skjötuhjú.

Ólafur hefur um langt skeið átt sér þann draum að þróa fram drykki er byggja á hráefnum úr íslenskri náttúru og fékk félaga sinn á Dill, Gunnar Karl Gíslason, í lið með sér við þróunina. Markmiðið var að sögn Ólafs að drykkirnir myndu endurspegla íslenska sumarnótt þar sem birkiilmurinn gýs upp í dögginni. „Ég held að okkur hafi bara tekist ágætlega,“ segir Ólafur en þróunarstarfið hefur staðið í tvö ár og margir lagt hönd á plóg við þróunina.

Drykkirnir eru framleiddir hjá Catco í Borgarnesi, sem framleiðir meðal annars Reyka Vodka, og er birkigreinum og blöðum blandað saman við spírann auk þess sírópum er blandað saman við í lokin. Birkið kemur frá Hornafirði nánar tiltekið úr hlíðum Haukafells. Móðir Ólafs er ættuð af þessum slóðum og þarna var hann í sveit á æskuárum sínum.

Birkir er 38% að styrkleika, kröftugur og bragðmikill líkjör, sem nýtur sín vel einn og sér, jafnvel sem digestive. Björk er hins vegar 27,5% að styrkleika, sætari eins og vera ber, og hana má nýta með margvíslegum hætti. Til dæmis blandaðri með tónik eða þá freyðivíni.

Birkir og Björk fara eru nú að fara í dreifingu til veitingastaða. Þá er stefnt að því að þau verði brátt komin í hillur bæði vínbúðanna sem fríhafnarinnar.

Deila.