Amerísk rabarbarakaka

Rabarbari er vinsæll víðar en á Íslandi. Þetta er sígild, gamaldags rabarbarakaka ættuð frá Bandaríkjunum.

  • 1 egg
  • 1 bolli súrmjólk
  • 2,5 bollar hveiti
  • 2 bollar sykur
  • 170 g smjör
  • 2,5 bollar niðursneiddur rabarbari
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk múskat
  • 1/2 tsk salt

Hrærið öllu vel saman og setjið í smurt, eldfast form, ca 22 x 33 sm (9×13 tommur).

Dreifið 1 dl hrásykri eða púðursykri yfir ásamt 2 tsk kanil. Það er líka gott að dreifa um 1 lúku af muldum heslihnetum yfir kökuna áður en hún er bökuð.

Bakið í 45 mínútur í 180 gráðu heitum ofni.

Berið fram volga með þeyttum rjóma eða vanilluís.

 

Deila.