Bouillabaisse – frönsk fiskisúpa

Bouillabaisse er líklega þekktasta fiskisúpa í heimi og ein sú allra besta. Hún á rætur sínar að rekja til Suður-Frakklands og afbrigðin eru mörg þótt grunnurinn sé yfirleitt sá sami.

 • 800 g – 1 kg fiskur , t.d. þorskur og ýsa
 • 8 dl fiskisoð
 • 1 dl ólífuolía
 • 2 laukar, fínt saxaðir
 • 1 lúka fínt söxuð steinselja
 • 1 grænn chili-belgur, fræhreinsaður og fínsaxaður
 • 1/2 lúka ferskt timjan
 • 800 g niðursoðnir tómatar
 • 2,5 dl hvítvín
 • 10-12 hvítlauksgeirar, saxaðir
 • 1 tsk fennel
 • 1/2 tsk saffran (ca 12 þræðir)
 • 3 lárviðarlauf
 • Skvetta af Pernod eða Sambuca
 • salt og pipar

Hitið olíuna í stórum potti. Mýkið laukin og hvítlaukin á miðlungshita. Bætið fennel og steinselju saman við. Eftir um fimm mínútur er tómötunum, hvítvíni, timjan, chili, lárviðarlaufum og saffran bætt út í pottinn. Hrærið vel saman, saltið og piprið. Látið malla á vægum til miðlungshita í um hálftíma.

Bætið næst fiskisoðinu út í pottinn og látið malla áfram í annan hálftíma. Þá er skvettunni af Pernod/Sambuca bætt út í súpuna og hrært vel saman við.

Setjið loks fiskinn út í og sjóðið með í nokkrar mínútur.

Berið súpuna fram með baguette-brauði.

Hvítvínið með þarf auðvitað að vera franskt, t.d. góður Chablis, Pouilly-Fuissé eða Sancerre.

Deila.