Gulrótarkaka

Gulrótarkökur eru vinsælar og til í margvíslegum útgáfum. Þetta er klassísk amerísk gulrótarkaka með þykku kremi úr rjómaosti.

Kakan:

 • 350 g hveiti
 • 300 g sykur
 • 50 g púðursykur
 • 350 g rifnar gulrætur
 • 4 egg
 • 2 dl grísk jógúrt
 • 2 dl matarolía
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk kanill
 • 1/2 tsk Allspice
 • 1/2 tsk múskat
 • 1/2 tsk salt

Hitið ofninn í 180 gráður

Smyrjið kökuform sem er 9 tommur í þvermál. Setjið örlítið hveiti í formið og hristið þannig að hveitið þekji botn og hliðar formsins.

Setjð hveiti, allspice, múskat, kanil, lyftiduft, matarsóda og salt í matvinnsluvél og hrærið saman í nokkrar sekúndur. Blandið saman við rifnu gulræturnar í stórri skál.

Blandið sykri, púðursykri, eggjum og jógúrt saman í matvinnsluvél. Hellið næst matarolíunni saman við sykurblönduna í matvinnsluvélinni og blandið vel saman.

Hellið yfir gulrótarblönduna í skálinni og hærið saman með sleif. Hellið í formið.

Bakið í 45 mínútur. Lækkið þá hitann í 160 gráður og bakið í 20-25 mínútur í viðbót.

Takið kökuna út og leyfið að kólna í forminu í 15 mínutur setjið þá á kökudisk.

Kremið:

 • 230 g rjómaostur
 • 50 g volgt smjör
 • 5 dl sigtaður flórsykur
 • 1-2 tsk vanilludropar

Setjið rjómaost og smjör í hrærivél og hrærið saman á miðlungshraða. Bætið vanilludropunum saman við. Lækkið hraðann og hrærið flórsykrinum smám saman út í. Kælið kremið í ísskáp í 10-15 mínútur.

Smyrjið kreminu á kökuna og berið fram.

Deila.