Kientz Edelzwicker

Alla jafna eru hvítvínin frá Alsace úr einungis einni þrúgu. Edelzwicker er undantekningin en það er heiti sem notað er yfir Alsace-vín sem blönduð eru nokkrum þrúgum. Yfirleitt eru þetta einföld vín og ódýr.

Þetta Edelzwicker-vín frá vínhúsinu Kientz er blanda sem sýnir dæmigerð Alsace-einkenni, þægilega ferskt með mjúkum ávexti, svolítið þykkum, angan af blómumm, sætum þroskuðum eplum, , nokkuð arómatískt og með þægilegri sætu í munni, ekki of mikilli. Þetta er hið ágætasta matarvín sem nýtur sín vel með fiskréttum. Reynið t.d. með fiskisúpu.

2.295 krónur fyrir lítersflösku. Góð kaup.

Deila.