Lambakótilettur með avgolemonosósu

Það er suðuður-evrópskt yfirbragð yfir þessari uppskrift með  grískri avgolemono-sósu.

  • 12 lambakótilettur ca. 180 grömm pr.stk.
  • 150 ml. ólívuolía
  • 75 ml. rauðvínsedik
  • 2 tsk. þurrkað oreganó
  • 4 hvítlauksgeirar pressaðir
  • Maldon salt og pipar

Raða kótilettunum í eldfast mót, blanda saman hráefnum og hella yfir, passa að lögurinn dreifist vel á kjötið. Setja í ísskáp og láta standa í 2-3 tíma, taka svo út ½ tíma fyrir eldun. Hita ofngrill á hæsta styrk og grilla kjötið í 15-20 mínútur, fer eftir þykkt sneiðanna og muna að snúa þeim einu sinni. Taka út og láta standa í nokkrar mínútur.

Gott að bera fram með sósunni og ofnbökuðu grænmeti.

Avgolemono sósa

  • 250 ml. kjúklingasoð
  • 3 eggjarauður
  • Safi úr 2 sítrónum
  • Nokkar oreganógreinar, laufin söxuð

Soðið hitað á lágum hita, eggjarauður þeyttar þar til léttar og ljósar og þá er sítrónusafanum þeytt saman við. Bætið eggjarauðunum rólega saman við kjúklingasoðið og hrærið stöðugt í á meðan. Gætið þess að sósan hitni ekki of mikið því þá skilur hún sig. Hrærið rólega þar til sósan loðir við sleifina. Hrærið þá oreganó saman við og slökkvið undir, bragðbætið með salti og pipar

 

Deila.