Cono Sur Cabernet Sauvignon 2009

Cono Sur er með framsæknustu framleiðendum Chile. Fyrirtækið sem var stofnað árið 1993 hefur haft forystu um margs kyns tækninýjungar , áherslu á umhverfismál og kolefnisjöfnun og í þróun nýrra framleiðslusvæða.

Þetta Cabernet-vín er úr „hjóla“-línunni, sem er grunnlína Cono Sur en hjólið minnir á að víngerðin er kolefnisjöfnuð og þrúgurnar lífrænt ræktaðar. Þetta er hreint og beint ávaxtaríkt vín með bjartri og ferskri  kirsuberja- og sólberjaangan. Vottur af kryddi og dökku súkkulaði mjúkt og milt.

1.750 krónur. Góð kaup.

 

Deila.