Pizza með BBQ-kjúklingi

Þetta er svolítið öðruvísi pizza enda er notuð BBQ-sósa í staðinn fyrir hina hefðbundnu tómatasósu. Óneitanlega minnir hún svolítið á grilltíma sumarsins.

  • 1 skammtur pizzadeig
  • 1 stór rauðlaukur
  • 400-500 g beinlaust kjúklingakjöt, t.d. lundir eða læri
  • Mozzarella-ostur
  • 2,5 dl af uppáhalds BBQ-sósunni
  • 1 búnt kóríander, saxað

 

Skerið laukinn í sneiðar og síðan í tvennt. Mýkið laukinn í olíu á pönnu í 3-4 mínútur. Geymið

Skerið kjúklinginn í bita og steikið í olíu á pönnu (eða grillið). Blandið saman við BBQ-sósuna og geymið.

Fletjið pizzudeigið út og forbakið botninn Við um 230 gráður í 5-7 mínútur. Takið út og dreifið kjúklingnum í sósunni yfir botninn. Næst ostinum og svo lauknum. Bakið þar til ostinn hefur bráðnað vel. Dreifið söxuðum kóríanderlaufum yfir.

Deila.