Weingut Alphart hefur getið sér orð sem einhver athyglisverðasti hvítvínsframleiðandi Austurríkis en vínhúsið á um 20 hektara af ekrum í Thermenregion suður af Vín. Ekki síst vekja athygli vín Alphart úr sjaldgæfum þrúgum á borð við Neuburger og Rotgipfler.
Neuburger er blendingur úr Roter Veltliner og Sylvaner og vín úr þessari þrúgu koma virkilega á óvart. Milt í nefi með þægilegri angan af fíkjum, perum og sítrónuberki. Í munni hins vegar sprenging, titrandi skaprt með pipar sem gælir við tunguna og ferskum, suðrænum ávexti. Magnað.
2.495 krónur. Frábær kaup.