Chicago humar

Þessi uppskrif að humar hentar vel sem forréttur í veislu, glæsilegur og góður.  Magnið af humar miðast við fjóra en hægt er að fjölga humarhölunum í 24 og hafa uppskriftina fyrir sex.

  • 16 humarhalar
  • 4 sm sneið af ferskum ananas, skorin í litla bita
  • 2 dl rjómi
  • 2 dl sérrí (sætt, t.d. Cream)
  • 3 eggjagulur
  • cayennepipar
  • salt
  • smjördeig

Skelhreinseið og garnhreinsið humarinn. Skolið vel.

Skerið smjördeigið í fjóra/sex kodda og bakið þar til að þeir eru orðnir stökkir og fallega gylltir.

Smjörsteikið ananasbitana á vægum hita í um 5 mínútur. Geymið.

Hitið humarinn í sérrí á pönnunni í 2-3 mínútur. Geymið humar.

Pískið eggjagulurnar ásamt klípu af salti. Pískið rjómanum saman við. Hellið sérríinu hægt og rólega af pönnuna og pískið saman við eggjablönduna. Setjið á pönnuna og hitið. Passið upp á að suða komi ekki upp því þá er hætta á að eggjagulurnar hlaupi í kekki. Leyfið sósunni að þykkjast. Bætið loks ananasbitunum og humri út á og hitið.

Setjið smjörkoddana á diska og setjið humar og sósu ofan á. Berið fram með góðu hvítvíni, t.d. Chablis eða Pouilly-Fuissé.

 

 

 

Deila.