Yalumba Y Series Shiraz Viognier 2008

Það kann að virka skrýtið að blanda rauðum og hvítum þrúgum saman og vissulega er ekki mælt með því að menn reyni að blanda rauðum og hvítum vínum saman í heimahúsi. Nokkur af þekktustu vínum heims eru hins vegar slíkar blöndur. Kampavín er augljósasta dæmið en einnig má nefna dæmi um rauðvín á borð við Cote Rotie í Frakklandi og Chianti Classico á Ítalíu þar sem leyfilegt er að nota smávægilegt hlutfall af rauðum þrúgum í bland við þær hvítu.

Ástralir hafa náð miklum árangri í ræktun þrúgunnar Syrah, sem að þeir nefna Shiraz. Í þessu víni er hún blönduð hvítvínsþrúgunni Viognier  (um 10%) rétt eins og sumir framleiðendur í því magnaða franska héraði Cote Rotie gera.

Vínið er dökkfjólublátt, angan af fjólum, rósum, sólberjum og kirsuberjum í bland við nýmalað kaffi og krydd en jafnframt má greina örlitla apríkósu úr Viognier-þrúgunni. Mjúkt og feitt í munni, ágengur rauður ávöxtur og mjög mjúk tannín. Athyglisvert og virkilega gott vín.

2.490 krónur. Góð kaup.

 

Deila.