Súpa úr sætum kartöflum

Þetta er þykk og matarmikil vetararsúpa. Sætu kartöflurnar ráða ferðinni en það er chili sem gefur henni bitið.

  • 1 kg sætar kartöflur (tvær meðalstórar), flysjaðar og skornar í bita
  • 1 laukur, saxaður
  • 7 dl grænmetissoð
  • 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 1/2 tsk chiliflögur
  • 1 tsk mulinn kóríander
  • Parmesanostur
  • paprikukrydd
  • smjör
  • salt og pipar

Hitið um matskeið af smjöri á pönnu eða í stórum potti, helst pottjárnspotti. Mýkið lauk og hvítlauk  ásamt kóríander og chili. Bætið kartöflubitunum út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur.

Bætið grænmetissoðinu út á pönnuna. Leyfið suðunni að koma upp og látið malla í 10-15 mínútur eða þar til að kartöflurnar eru soðnar í gegn.

Maukið í matvinnsluvél. Bragðið til með salti og pipar ef þarf.

Setjið í skálar. Rífið Parmesanost yfir og sáldrið loks smá paprikukryddi yfir.

Deila.