Austurlensk hnetusósa

Hnetusósur eru algengar í austurlenskri matargerð til dæmis þeirri taílensku en einnig í t.d. Malasíu og Indónesíu. Hún er oft borin fram með satay-maríneruðum grillpinnum og hentar vel með t.d. svínakjöti og nautakjöti. Í Austurlöndum er hún gerð með ferskum jarðhnetum hér er best að nota gott hnetusmjör. Útgáfurnar eru óteljandi sem til eru af hnetusósum og hér er kókosmjólk notuð til að gefa aukna dýpt og mýkt.

  • 1 dós (400 ml) kókosmjólk
  • 200 g hnetusmjör (t.d. Himneskt)
  • 2 dl ósaltaðar jarðhnetur, muldar
  • 2 msk Panang Curry
  • 2 msk taílensk fiskisósa
  • 3 msk púðursykur
  • 2 msk sojasósa
  • safi úr 1 lime
  • 2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • (1 rauður chilibelgur)

Myljið hneturnar varlega í matvinnsluvél. Ef þið viljið hafa sósuna með smá hita er hægt að mauka 1 rauðan chili með hnetunum. Blandið öllu  vel saman í skál. Setjið í pott eða á pönnu og hitið þar til að sósan er orðin vel volg. Suðan á ekki að koma upp og sósan þykknar líka mikið ef hún er hituð of lengi. Berið strax fram.

 

Deila.