Sérrímarineraðar grísasneiðar á grillið

Kryddlögurinn er lykilatriðið í þessari uppskrift og það er smá austurlenskur blær yfir honum auk þess sem sérríið gefur mikinn karakter. Best er að nota þunnar sneiðar af grísakjöti, t.d. grísahnakka eða grísalund.

Kryddlögur

  • 1/2 dl sojasósa
  • 1/2 dl þurrt sérrí (t.d. Tio Pepe)
  • 1/2 dl edik
  • 1/2 dl olía
  • 1 dl appelsínusafi
  • 3 msk hunang
  • 3 sm engiferrót, rifin
  • 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 2 tsk rósmarín

Blandið öllu saman. Látið kjötið liggja í kryddleginum í 30-60 mínútur. Grillið kjötið og berið fram með búlgur/couscous-salati og grilluðum kartöflum með steinselju.

 

 

Deila.