Banrock Station Shiraz Mataro

Hvaða þrúga í ósköpunum er eiginlega Mataro er algeng spurning. Þetta er ekki nafn sem heyrist oft. Fleiri þekkja hins vegar liklega þrúguna undir spænska nafninu Monastrell eða franska nafninu Mourvédre og þegar minnst er á að þessi þrúga myndar emmið í svokölluðum GSM-blöndum eru flestir komnir með einhverja tengingu. Hvers vegna í ósköpunum Ástralar kjósa stundum að nota katalónska nafnið Mataro er svo annað mál.

Og þetta vín í þriggja lítra kassa frá Banrock Station er bara alveg hreint prýðilegt fyrir verð. Dökkur, svolítið sultaður plómuávöxtur, kryddaður með fennel og lakkrístónum, mjúkt og þykkt.

6.399 krónur eða sem samsvarar rétt tæplega 1.600 krónum á 75 cl. Fær hálfa viðbótarstjörnu fyrir samspil verðs og gæða.

Deila.