Pizza að hætti Napólíbúa með parmaskinku

Pizzur sem þessar eru afar vinsælar á Suður-Ítalíu og eru tengdar við Napólí. Á ítölsku heitir þessi pizza Napoietana con rucola e prosciutto.

 • 1 skammtur pizzadeig
 • 1 kúla af ferskum mozzarella
 • tómatamauk (passata)
 • óreganó
 • Parmaskinka/Prosciutto
 • klettasalat
 • tómatar
 • Parmesan
 • Basil
 • ólívuolía
 • 2 hvítlauksgeirar
 • Maldon salt

Hitið ofninn í 250 gráður. Fletið pizzudeigið út. Smyrjið á það tómatamauki og kryddið með óreganó. Skerið mozzarellakúluna í þunnar sneiðar eða rífið niður og dreifið síðan um botninn.

Þegar botninn er fullbakaður er hann tekinn út og sneiðum af Parmaskinku dreift yfir.

Blandið saman 2-3 matskeiðum af hágæða ólívuolíu, pressuðum hvítlauk og klípu af Maldonsalti og veltið klettasalatinu upp úr. Dreifið síðan yfir Parmaskinkuna.

Skerið tómatana í þunnar sneiðar og dreifið yfir. Rífið Parmesanost yfir og sáldrið lok söxuðum basilblöðum yfir pizzuna.

Deila.