Pizza með risarækjum og klettasalati

Þessi pizza er tilvalin sem puttamatur, skorin niður í litla bita, þótt auðvitað geti hún líka verið heil máltíð eða forréttur. Uppskriftina fengum við frá snillingnum Sigurjóni Þórðarsyni, ráðgjafa og matreiðslumeistara.

Kryddolía

  • Hvítlaukur 1 hluti
  • Engifer ½ hluti
  • Rautt chili (eftir smekk)
  • Extra virgin olivuolía 2 hlutar

Pizza

Álegg

  • 30 gr tigrisrækjur
  • Klettasalat
  • Salt og pipar

 

Aðferð

Byrja á kryddolíunni. Maukið hvítlauk, engifer og chili matvinnsluvél þar til kryddið er orðið mjög smátt

Renna olíunni hægt og rólega út í. Geymið.

Fletjið deigið út, smyrjið með rauðu pestó, stráið pizzaosti yfir og bakið þar til er fallega gullið.

Meðan pizzan er í ofninum eru rækjurnar steiktar. Hitið olíu á pönnu og passið að hún verði vel heit.

Steikið rækjurnar ca. 10-12 sek á hvorri hlið( hægt að telja upp á tólf og snúa þá rækjunum við)

Skeraiðrækjurnar eftir endilöngu ( fara varlega)

Kippið pizzunni út og látið hana rjúka.

Raðið rækjunum ofan, setjið kryddolíu á rækjurnar, magn eftir smekk.

Stráið klettasalati yfir, skerið pizzuna í hæfilega bita og berið fram.

 

Deila.