Suðurríkja BBQ kjúklingur

Þetta er ein af þessum dæmigerðu Suðurríkjauppskriftum þar sem grilluðum kjúkling er breytt í hreinasta lostæti með kröftugri BBQ-sósu.

Byrjið á því að leggja kjúklinginn í pækil í 1-2 klukkustundir:

 • 3  lítrar vatn
 • 3 pressaðir hvitlauksgeirar
 • 3 msk púðursykur
 • 1 msk timjan
 • 1 msk salt

Þá er komið að því að gera BBQ-sósuna.

 • ólívuolía
 • 3 dl tómatsósa
 • 1 msk Dijon-sinnep
 • 4 msk púðursykur
 • 2 msk vínedik
 • 3-4 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • 1 laukur, fínt saxaður
 • 3 sneiðar beikon, skornar í litla bita
 • 1 laukur, fínsaxaður
 • 2-3 timjanstönglar
 • 1 tsk reykt paprikukrydd „smoked paprika“ (eða venjulegt paprikukrydd)
 • 1 tsk cummin
 • salt og pipar

Hitið ólívuolíu  (2-3 msk) í þykkum potti og steikið beikon og timjanstöngla á miðlungshita í 2-3 mínútur. Bætið næst við lauk og hvítlauk og mýkið í 4-5 mínútur. Passið að hafa ekki of mikinn hita.

Bætið við öllum öðrum hráefnum, hrærið vel saman og látið malla á vægum hita í um 15 mínútur. Geymið og haldið sósunni heitri.

Takið kjúklingabitana upp úr pæklinum. Þerrið og grillið. Þegar bitarnir eru fulleldaðir er þeim bætt út í pottinn með sósunni og velt vel upp úr henni á meðan hún er hituð vel upp.

Berið fram með t.d. hrísgrjónum og salati.

Með þessu mjúkt rauðvín á borð við Montes Cabernet Sauvignon-Carmenere.

 

Deila.