Pizza með hakki og kirsuberjatómötum

Nautahakk er ágætis álegg á pizzur sem býður upp á margvíslegar samsetningar. Hér tökum við rammítalska útgáfu.

  • 1 skammtur pizzadeig
  • 400 g nautahakk
  • tómatapassata (maukaðir tómatar)
  • 1-2 kúlur ferskur mozzarella
  • 8-10 kirsuberjatómatar (eða konfekttómatar)
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 msk þurrkað óreganó
  • nokkur blöð af fersku óreganó
  • mjög góð ólívuolía
  • salt og pipar

Fletjið deigið út og smyrjið með tómatasósunni. Kryddið með þurrkuðu óreganó. Dreifið hakkinu um botninn og kryddið með salti og pipar. Skerið ostakúlurnar í sneiðar og dreifið um botninn. Skerið tómatana í tvennt og dreeifið um botninn. Skerið rauðlaukinn í sneiðar og dreifið um botninn.

Eldið í ofni við 250 gráðu hita (eða á pizzasteini á grilli) þar til að hakkið er eldað og osturinn bráðnaður. Hellið smá ólívuolíu yfir pizzuna áður en þið berið hana fram

Skráðu þig á póstlistann með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf.

Deila.