Pasta pepperoni

Þetta er einn af þessum fljótlegu, einföldu réttum sem að festast í sessi og eru eldaðir aftur og aftur ekki bara út af því að það tekur enga stund að elda þá heldur vegna þess að það er eitthvað við þá sem gerir þá svo syndsamlega góða.

  • 500 g pasta, t.d. tagliatelle, penne eða casarecce
  • 1 bréf Pepperoni (120-150 grömm)
  • 1 dós sýrður rjómi 18%
  • 1 búnt steinselja, fínsöxuð
  • 1 tsk óreganó
  • 2 msk steiktur laukur
  • nýrifinn parmesanostur

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

Saxið pepperoni. Hitið pönnu og steikið pepperoni í 4-5 mínútur. Það þarf ekki olíu, pylsurnar eru eldaðar í eigin fitu. Lækkið hitann og bætið rjómanum út á. Þegar hann hefur bráðnað er steiktum lauk, óreganó og steinselju blandað saman við. Látið malla  á miðlungshita í 2-3 mínútur. Bætið þá lúku af rifnum parmesan saman við og síðan pastanu. Blandið vel saman og berið strax fram með ennþá meira af nýrifnum parmesan.

Með þessu þarf mjúkt og kröftugt vín sem að þolir kryddið í pepperoni-pylsunum, s.s. Peter Lehmann Clancy’s.

 

Skráðu þig á póstlistann okkar með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf með nýjustu vínunum, uppskriftunum og veitingahúsunum.

 

Deila.