Hollar bananalummur

Þessar lummur eða pönnukökur eru hlægilega einfaldar, fljótlegar, hveitilausar og umfram allt unaðslegar. Tilvaldar t.d. fyrir sunnudagsmorgunverðinn.

  • 4 egg
  • 2 þroskaðir bananar
  • 1/4 tsk vanilludropar
  • kókosolía

Pískið egginn í skál. Stappið bananana og blandið saman við eggin ásamt vanilludropum. Hitið kókosolíu á pönnu. Setjið um hálfa ausu á pönnuna fyrir hverja pönnuköku/lummu. Snúið varlega við eftir um 1-2 mínútur og steikið aðra mínútu á hinni hliðinni.

Sigtið örlitinn flórsykur yfir áður en borið er fram ef vill. Og hvers vegna ekki jarðarberja- og rabarbarasultu.

 

Skráðu þig á póstlistann okkar með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf með nýjustu vínunum, uppskriftunum og veitingahúsunum.

Deila.