Penne með chorizo og fennel

Þetta er bragðmikil og kröftug pastasósa á tómatagrunni með spænskri chorizo-pylsu og fennel.

  • 100 g chorizo
  • 1 rauðlaukur, saxaður
  • 4 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 1 fennelbelgur, saxaður
  • 100 g sveppir, skornir í skífur
  • 2 dl kjúklingakraftur
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • skvetta rauðvín (ef þið eigið það til)
  • 1 búnt steinselja

Hitið olíu á pönnu eða í þykkum potti og mýkið laukinn og hvítlaukinn. Bætið chorizo út í og steikið í nokkrar mínútur. Bætið fennel og sveppum út á. Þegar allt er orðið mjúkt er smá skvettu af rauðvíni bætt út á og leyft að sjóða niður. Bætið kjúklingakrafti og tómötum út á og leyfið að malla í um 15 mínútur. Bætið steinseljunni út í í lokinn og piprið eftir smekk.

Blandið saman við pasta og berið fram með nýrifnum parmesan og salati.

Deila.