Líbanskt Tabbouleh

Tabbouleh er vinsælt og gott meðlæti með mat í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Það er til í ýmsum útgáfum en þessi er upprunninn frá Líbanon.

  • 3 dl búlgur
  • 2 búnt flatlaufa steinselja, söxuð
  • 1 búnt vorlaukur
  • 4 þroskaðir og fínir tómatar, saxaðir
  • 3 sítrónur,safinn pressaður
  • 3/4 dl ólífuolía
  • salt og pipar

Sjóðið búlgur skv. leiðbeiningum. Leyfið að kólna aðeins.

Saxið grænmetið og kryddjurtirnar fínt og setjið í skál. Pressið safann úr sítrónunum yfir og blandið saman. Hellið olíunni yfir og blandið saman. Saltið og piprið.

Blandið búlgur saman við.

Deila.