Árgangurinn 2006 var alveg hreint ágætur í Rioja á Spáni og þetta Reserva-vín frá Cune er klassískt og vandað, blanda úr þrúgunum Tempranillo, Garnacha, Graciano og Mazuelo.
Þéttur ávöxtur, þroskaður með mikilli og ristaðri eik, súkkulaði og vanilla. Þétt og fín tannín, mjúkt og þægilegt Kjötvín.
2.999 krónur.